Bifröst Journal of Social Science, Vol 4 (2010)

Áhrif meginreglna EES-réttar um bann við mismunun og takmörkun á fjórfrelsinu á sviði skattaréttar

Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Abstract


Meginviðfangsefni greinarinnar er umfjöllun um áhrif meginreglunnar um bann við mismunun og takmörkun á grundvelli frelsisákvæða EES-samningsins á skattarétt einstakra ríkja. Lýst er þeim takmörkunum á skattlagningarrétt ríkjanna sem leiða af reglunum og jafnframt hvaða lögmætu sjónarmið geta réttlætt undantekning­ar frá þeim. Af niðurstöðu dómstóla má ráða að ríkar kröfur eru gerðar til hlutleysis skattareglna gagnvart þjóðerni og staðsetningu aðila og byggir sú niðurstaða á mark­miðum um hnökralausan innri markað. Hins vegar eru úrlausnir Evrópudómstólsins ekki alltaf skýrar því mörg önnur sjónarmið hafa þar áhrif, ekki síst viðleitni aðildar­ríkjanna til að halda forræði sínu á sviði skattaréttar auk þess sem erfitt getur verið að samþætta reglur Evrópuréttar og viðurkenndra reglna á sviði alþjóðlegs skattaréttar. Þá geta tvísköttunarsamningar og aðrir samningar á sviði skattaréttar einnig haft áhrif á niðurstöðu mála. EES-réttur byggir á sömu meginsjónarmiðum og gilda innan ESB þar sem gert er ráð fyrir því að sambærilegar reglur beggja samninga séu túlkaðar og þeim beitt með sama hætti. Á hinn bóginn hafa hvorki afleidd löggjöf á sviði skatta­réttar né breytingar á stofnsáttmála ESB, sem gerðar hafa verið eftir gildistöku EES-samningsins, verið teknar upp í samninginn. Þetta getur leitt til þess að niðurstaða mála verður önnur gagnvart EES-ríkjum en gagnvart aðildarríkjum ESB.


The main topic of this article is the impact of the principle of non-discrimi­nation and restriction, based on the fundamental freedoms of the EEA Treaty, on member states' legislation on direct taxation. An important question is what circum­stances can justify exceptions to this principle. Court decisions reflect a demand that taxation rules show considerable impartiality towards parties' nationality and loca­tion, a stance which is grounded in the goal of a smoothly functioning internal market. Yet the judgements of the EU Court are not always clear, and many other perspectives influence them, not least of all member states' efforts to keep control over tax law, as well as the difficulty of integrating European law with established rules in internatio­nal tax law. Double taxation treaties and other tax law agreements can also influence the way such affairs are resolved. EEA law is founded on the same main perspectives that are followed in the EU and the expectation is that similar provisions of the two agreements will be interpreted and applied in the same way. However, neither the EU's secondary legislation in the tax law area nor those changes in the EU treaties which have been made since the EEA Treaty went into force have been implemented in the EEA agreement. This can mean that decisions in cases involving EEA countries can differ from those involving only EU countries.

Full Text: PDF

Creative Commons License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 3.0 License.